Viðskiptaráð Íslands hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur á fasteignasköttum þar sem misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta hafi smám saman verið aukin og ógagnsæi ríki um álagningu þeirra.
Viðskiptaráð Íslands hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur á fasteignasköttum þar sem misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta hafi smám saman verið aukin og ógagnsæi ríki um álagningu þeirra. VÍ vill að skattlagning verði samræmd fyrir ólíkar tegundir húsnæðis, að stimpilgjöld vegna fasteignaviðskipta verði afnumin, að landsvæði verði skattlögð í stað bygginga og að gagnsæi við álagningu fasteignaskatta verði aukið.