Ættarsvipurinn leynir sér ekki þegar litið á Aston Martin RapidE, sem minnir helst á DB9 eða Vanquish ofursportbílana í sedan-útgáfu. Ekki leiðum að líkjast þar, nema síður sé.
Ættarsvipurinn leynir sér ekki þegar litið á Aston Martin RapidE, sem minnir helst á DB9 eða Vanquish ofursportbílana í sedan-útgáfu. Ekki leiðum að líkjast þar, nema síður sé.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aston Martin baðar sig þessa dagana í sviðsljósinu enda spilar bíll frá þessum enska lúxusbílaframleiðanda stóra rullu í SPECTRE, nýjustu myndinni um James Bond.
Aston Martin baðar sig þessa dagana í sviðsljósinu enda spilar bíll frá þessum enska lúxusbílaframleiðanda stóra rullu í SPECTRE, nýjustu myndinni um James Bond. Sá bíll, Aston Martin DB10, er reyndar ekki til nema í heimi James Bond því aðeins 10 stykki voru smíðuð sérstaklega fyrir myndina – og þar af tókst Daniel Craig að gereyðileggja 7.

En framleiðandinn hefur aðrar og ærnar ástæður fyrir því að vera keikur um þessar mundir og þar er átt við ofurrafbílinn RapidE.

1000 rafmögnuð hestöfl?

Snemma á þessu ári sperrtu bílablaðamenn eyrun þegar forstjóri Aston Martin, Andy Palmer, lét í veðri vaka að fyrirtækið kynni að ráðast í smíði 1000 hestafla útgáfu af sedan-bílnum Aston Martin Rapide S, algerlega rafknúnum og samt með hefðbundinni V-12 vél. Nú virðist hugmyndin orðin að veruleika og það verður að segjast að markaðsdeild Aston Martin er að gera býsna gott mót með nafngiftinni; í stað þess að aðgreina rafbílinn sérstaklega með því að kalla hann Rapide E, heitir hann einfaldlega RapidE. Sama nafnið, en síðasti stafurinn er hástafur til að undirstrika að um rafbíl er að ræða. Bravó með það.

Áfram haldið í óvissunni

Búið er að sýna blaðamönnum bílinn í Englandi en lítið fékkst gefið upp um helstu tölur sem fólk þyrstir í. Við þurfum því enn að bíða um sinn eftir því að fá að vita hversu fljótur hann er upp í 100 km/klst., hversu langdrægur hann er á einni hleðslu og það sem skiptir vitaskuld mestu máli – er hann 1000 hestöfl eins og lagt var upp með? Vandi er um slíkt að spá í bili en Aston Martin mega eiga það að þeir kunna að ná athygli markhópsins og halda henni.

Hitt er ljóst að hér hefur bæst í rafbílaslaginn í efri þrepum lúxusbílaflokksins og næsta ár verður vafalaust árið þar sem Tesla Model S, Porsche Mission E og Aston Martin RapidE kljást um montréttinn á rafbílamarkaðnum. Fylgist með!

jonagnar@mbl.is