Pétur K. Maack fæddist 1. janúar 1946. Hann lést 14. október 2015. Pétur var jarðsunginn 22. október 2015.

Þið þekkið fold með blíðri brá

og bláum tindi fjalla

og svanahljómi, silungsá

og sælu blómi valla

og bröttum fossi, björtum sjá

og breiðum jökulskalla –

drjúpi' hana blessun drottins á

um daga heimsins alla.

(Jónas Hallgrímsson)

Takk fyrir samfylgdina.

Blessuð sé minning Péturs.

Valgerður, Haukur,

Sóley Friðrika, Svala Kristín og Franziska.

Kæri tengdasonur og vinur, ég á þér óendanlega mikið að þakka.

Við spyrjum Drottin særð hvers vegna hann

hafi það dularfulla verklag

að kalla svona vænan vinnumann

af velli heim á bæ um miðjan dag.

Og þó með trega og sorg skal á það sæst

að sá með rétti snemma hvílast megi

í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst

fundið svo til að nægði löngum degi.

(JSH)

Arnfríður.