Terry Gunnell
Terry Gunnell
Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun halda erindi í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins í fyrirlestrasal safnsins í dag kl. 12.
Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun halda erindi í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins í fyrirlestrasal safnsins í dag kl. 12. Terry mun fjalla um athafnir í tengslum við greftrun í heiðnum sið en kenningar eru uppi sem benda til þess að táknrænir helgisiðir hafi verið settir á svið fyrir áhorfendur. Þá verður sagt frá hugmyndum um hvert fólk fór eftir dauða sinn.

Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.