Áfangi Hólmfríður Magnúsdóttir hefur náð merkum áfagna.
Áfangi Hólmfríður Magnúsdóttir hefur náð merkum áfagna. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
„Ég er mjög stolt yfir að ná þeim áfanga að leika 100 landsleiki,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem lék í gær sinn 100.
„Ég er mjög stolt yfir að ná þeim áfanga að leika 100 landsleiki,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem lék í gær sinn 100. landsleik þegar íslenska landsliðið vann landslið Slóveníu, 6:0, í undankeppni Evrópumótsins í Lendava í Slóveníu.

Hólmfríður er sjötta konan til þess að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hinar eru Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdótir og Þóra Björg Helgadóttir.

Hólmfríður hefur verið meidd í hné um skeið og gat m.a. ekki tekið þátt í landsleik við Makedóníu í undankeppninni fyrir helgina. Hún náði að byrja leikinn í gær og leggja upp fyrsta mark íslenska liðsins í leiknum áður en hún meiddist eftir tæplega hálftíma leik.

„Ég var í keppni við tímann að ná leiknum og með góðri hjálp þá hafðist það en því miður þá entist ég bara í 30 mínútur,“ sagði Hólmfríður við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún rann til á lausum vellinum í Lendava og fékk högg á hnéð og fór af leikvelli eftir skoðun hjá lækni íslenska landsliðsins.

„Það hefur verið leiðinlegt að hafa ekki getað tekið þátt í æfingum með landsliðinu af fullum krafti síðustu vikur vegna meiðslanna,“ sagði Hólmfríður og bætti við: . „Ég er ánægð með að hafa fengið að vera með liðinu síðustu daga og hafa notið trausts hjá Frey þjálfara sem var viss um að ég myndi ná þessum leik. Nú gef ég mér næstu vikur til þess að jafna mig því ég ætla að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar í Noregi með Avaldsnes gegn Lilleström 21. nóvember,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, galvösk. iben@mbl.is