Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, og Byggðastofnun hafa samið um lánafyrirgreiðslu fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í dreifbýli Íslands. Fyrirgreiðslan nemur 12 milljónum evra, sem svarar til 1,7 milljarða króna, og er til tíu ára.
Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, og Byggðastofnun hafa samið um lánafyrirgreiðslu fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í dreifbýli Íslands. Fyrirgreiðslan nemur 12 milljónum evra, sem svarar til 1,7 milljarða króna, og er til tíu ára.

Fjármögnunin verður notuð í rannsóknir og þróun, í vélar og búnað, upplýsinga- og fjarskiptatækni, fjárfestingar í innviðum ferðaþjónustu, smáiðnað, fiskiskip og landbúnað utan höfuðborgarsvæðisins. Frá 1988 hefur Norræni fjárfestingarbankinn staðið fyrir þrettán lánaáætlunum í samvinnu við Byggðastofnun fyrir alls 135 milljónir evra eða 19,2 milljarða króna.