[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
D agný Brynjarsdóttir , landsliðskona í knattspyrnu, leikur fyrir Portland Thorns FC á næstu leiktíð í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Portland Thorns FC hafnaði í sjöunda sæti í deildinni á síðasta keppnistímabili.
D agný Brynjarsdóttir , landsliðskona í knattspyrnu, leikur fyrir Portland Thorns FC á næstu leiktíð í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Portland Thorns FC hafnaði í sjöunda sæti í deildinni á síðasta keppnistímabili.

Svisslendingurinn Gianni Infantino , framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, sækist eftir kjöri til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Svisslendingurinn Sepp Blatter , sem reyndar er í 90 daga banni frá störfum, mun endanlega hætta sem forseti FIFA í febrúar á næsta ári, þegar kosið verður um nýjan forseta.

Auk Infantino hefur Michel Platini , formaður knattspyrnusambands Evrópu, sóst eftir kjöri til forseta FIFA. Platini hefur ekki skipt um skoðun þó að hann sé, líkt og Blatter, í 90 daga banni frá störfum vegna rannsóknar á 270 milljóna króna greiðslu sem Platini fékk í gegnum Blatter árið 2011. Þeir Blatter og Platini lýsa yfir sakleysi og vilja meina að greiðslan hafi verið fyrir störf sem Platini hafði unnið fyrir FIFA níu árum fyrr.

Ítalinn Fabio Cannavaro hefur verið ráðinn þjálfari Al Nassr, meistaraliðsins í Sádi-Arabíu. Samningur þessa fyrrverandi landsliðsfyrirliða Ítala gildir út tímabilið en hann var áður þjálfari Guangzhou Evergrande í Kína. Cannavaro leysir Jorge da Silva af hólmi en hann var látinn taka poka sinn í síðustu viku vegna slaks gengis liðsins. Al Nassr er í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig.

Þýska knattspyrnuliðið Hoffenheim, sem Gylfi Þór Sigurðsson lék með fyrir nokkrum árum, rak í gær þjálfarann Markus Gisdol úr starfi en liðinu hefur vegnað illa á tímabilinu undir hans stjórn. Hoffenheim tapaði um nýliðnu helgi fyrir Hamburg og það reyndist síðasti leikurinn sem Gisdol stjórnar liðinu en hann hefur verið þjálfari þess frá árinu 2013. Hoffenheim, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir 10 leiki, er þegar búið að ráða nýjan þjálfara en það er Hollendingurinn Huub Stevens sem hefur þjálfað meðal annars lið Schalke, Hertha Berlín, Hamburg og Stuttgart í þýsku deildinni en hann hætti með Stuttgart eftir síðustu leiktíð.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur fengið nýjan knattspyrnustjóra hjá liði sínu Charlton Athletic. Belginn Karel Fraeye hefur verið ráðinn stjóri Charlton Athletic og mun hann stýra liðinu út tímabilið. Charlton hefur ekki unnið leik síðan 22. ágúst og situr í fallsæti ensku B-deildarinnar eins og sakir standa. Síðastliðna helgi brast þolinmæði stjórnar félagsins og knattspyrnustjórinn Guy Luzon var látinn taka pokann sinn.