Porsche Cayman er með rennilegri sportbílum en svarta útgáfan jaðrar við að fara yfir strikið í glæsileika.
Porsche Cayman er með rennilegri sportbílum en svarta útgáfan jaðrar við að fara yfir strikið í glæsileika.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Undanfarin ár hafa gæðingarnir hjá Porsche A.G. sent frá sér biksvartar sérútgáfur af bílum á borð 911 og Boxster og nú er röðin komin að Porsche Cayman til að fá Black Edition-meðferðina.
Undanfarin ár hafa gæðingarnir hjá Porsche A.G. sent frá sér biksvartar sérútgáfur af bílum á borð 911 og Boxster og nú er röðin komin að Porsche Cayman til að fá Black Edition-meðferðina. Ekki verður annað sagt en að nú sé útlitið svart og hafi sjaldan verið betra.

Glansandi eða matt?

Cayman Black Edition er fáanlegur beint úr fabrikkunni í háglandandi svörtu lakki en fyrir lauflétta aukaþóknun má fá hann kolbikamattsvartan.

Í takt við ytra byrðið er allt svart í hólf og gólf innandyra. Eitt af því fáa sem ekki er svart er merki úr burstuðu stáli í sílsanum sem á stendur Black Edition. Neðanklippt sportstýri frá SportDesign, 20 tomma Carrera Classic álfelgur, xenon framluktir, uppfært og öflugra hljóðkerfi og hituð sæti eru meðal þess sem svarta útgáfan hefur umfram þá hefðbundnu. En mesta fúttið er eftir sem áður í litnum enda löngu þekkt vísindi þegar sportbílar eru annars vegar, að svart er smart.

jonagnar@mbl.is