19. nóvember 1919 Átta konur stofnuðu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna.

19. nóvember 1919

Átta konur stofnuðu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Fjórum áratugum síðar var nafninu breytt í Hjúkrunarfélag Íslands og árið 1994 var það sameinað Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga undir nafninu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

19. nóvember 1974

Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þar með hófst rannsókn eins umfangsmesta sakamáls síðari ára. Í febrúar 1977 lágu fyrir játningar þriggja manna um að þeir hefðu orðið Geirfinni að bana. Dómur yfir þeim og þremur öðrum var kveðinn upp árið 1980.

19. nóvember 2008

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti að lána Íslendingum fé. „Heildarlánapakkinn 10,2 milljarðar dala,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson