Þrír af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Þrír af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Efnahagsmál Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu seðlabankastjóra á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að hækka vexti Seðlabankans um 0,25 prósentur, en fundargerð nefndarinnar frá 4. nóvember var birt á vef bankans í gær.

Efnahagsmál Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu seðlabankastjóra á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að hækka vexti Seðlabankans um 0,25 prósentur, en fundargerð nefndarinnar frá 4. nóvember var birt á vef bankans í gær.

Í fundargerðinni kemur fram að í umræðum nefndarmanna um vaxtaákvörðun hafi komið til greina að halda annaðhvort vöxtum óbreyttum eða að hækka þá. Í ljósi fyrri skilaboða um þörf á áframhaldandi herðingu taumhalds, hafi sumir nefndarmanna þó talið að óbreyttir vextir í of langan tíma gætu sent röng skilaboð um mat nefndarinnar fyrir aukið aðhald til lengri tíma litið.

Í umræðum nefndarinnar um þróun lausafjárstöðu í tengslum við losun fjármagnshafta kemur fram að nefndarmenn telja líklegt að breytingar gætu orðið á lausafjárstöðu sem haft gætu áhrif á þörf fyrir frekari vaxtabreytingar. Þörf fyrir aukið aðhald í peningamálum myndi einnig ráðast af því hvort öðrum stjórntækjum hagstjórnar verði beitt til þess að halda aftur af eftirspurnarþrýstingi á komandi misserum.