[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði fjögur stig og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Valencia lagði franska liðið Nancy að velli, 77:65, í sjöttu umferð C-riðils í Evrópubikarnum í Valencia á Spáni í gærkvöldi.

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði fjögur stig og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Valencia lagði franska liðið Nancy að velli, 77:65, í sjöttu umferð C-riðils í Evrópubikarnum í Valencia á Spáni í gærkvöldi. Valencia er þar með enn taplaust á toppi riðilsins og enn fremur taplaust bæði í deild og Evrópubikarnum í vetur. Jón spilaði í fimmtán mínútur í leiknum en skaut aðeins þrívegis á körfuna og hitti tvívegis.

Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli sem leikur með AC Milan gekkst undir aðgerð á nára í München í Þýskalandi í gær.

Í yfirlýsingu frá AC Milan segir: „ Meiðslin hafa hrjáð leikmanninn síðustu vikur og meðferð hefur ekki skilað tilætluðum árangri .“

Reiknað er með að Balotelli snúi ekki aftur inn á völlinn fyrr en eftir áramót en hann gekk í raðir Mílanóliðsins í sumar eftir misheppnaða dvöl hjá Liverpool.

Balotelli hefur aðeins náð að spila fjóra deildarleiki með AC Milan á leiktíðinni og hefur í þeim skorað eitt mark. Sinisa Mihajlovic þarf að bíða um sinn eftir því að tefla Balotelli aftur fram.