Fyrirlesari Pétur Ármannsson arkitekt.
Fyrirlesari Pétur Ármannsson arkitekt.
Teiknistofan T.ark heldur ráðstefnu í Gamla bíói í dag, frá kl. 9.20, í tilefni af 75 ára afmæli stofunnar og aldarminningu brunans mikla í Reykjavík.
Teiknistofan T.ark heldur ráðstefnu í Gamla bíói í dag, frá kl. 9.20, í tilefni af 75 ára afmæli stofunnar og aldarminningu brunans mikla í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um arfleifð módernískra bygginga í borgarlandslaginu og er tilgangur ráðstefnunnar að „opna umræðuna um arfleifð byggingarlistar 20. aldar, jafnvel okkar alræmdustu húsa, og vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja á mörkum friðunar, verndunar og endurnýtingar þessara bygginga.“ Meðal fyrirlesara eru Pétur H. Ármannsson, Hjálmar Sveinsson, Ágústa Kristófersdóttur, Peter Elgaard og Halldór Eiríksson. Frekari upplýsingar má finna á vef T.ark.