Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson mun spila í Þýskalandi frá og með áramótum. Eiður hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komist að samkomulagi við félag í þýsku C-deildinni og gildir samningurinn til sumarsins 2017.

Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson mun spila í Þýskalandi frá og með áramótum.

Eiður hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komist að samkomulagi við félag í þýsku C-deildinni og gildir samningurinn til sumarsins 2017.

Eiður er 25 ára gamall miðvörður úr Vestmannaeyjum. Hann átti góða leiktíð með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í ár og var fastamaður í byrjunarliði liðsins. Hann hefur verið á mála hjá Örebro frá árinu 2011 en var lánaður til ÍBV 2013 og 2014, og til Sandnes Ulf seinni hluta tímabilsins 2014. sindris@mbl.is