Rósalind og börnin Frá vinstri: Rósalind, Þórður Hugo, Guðmundur Snorri, kötturinn Nala og Telma Dögg.
Rósalind og börnin Frá vinstri: Rósalind, Þórður Hugo, Guðmundur Snorri, kötturinn Nala og Telma Dögg.
Rósalind Guðmundsdóttir er stödd á skíðum með systur sinni, Maríu Dröfn Garðarsdóttur, í Val di Fiemme í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu, í tilefni fertugsafmælis síns.

Rósalind Guðmundsdóttir er stödd á skíðum með systur sinni, Maríu Dröfn Garðarsdóttur, í Val di Fiemme í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu, í tilefni fertugsafmælis síns. „Ég er mikil skíðakona en hef lítið komist á skíði í vetur, hef ekki haft tíma til þess.“

Rósalind ólst upp í Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hún lauk prófi í viðskiptafræðum og er núna framkvæmdastjóri og annar eigenda að Vélsmiðju Guðmundar ehf. ásamt bróður sínum, Aðalsteini Guðmundssyni vélvirkjameistara. Faðir þeirra, Guðmundur Aðalsteinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1984, en árið 2007 keyptu þau systkinin vélsmiðjuna af honum.

„Vélsmiðja Guðmundar er framleiðslufyrirtæki og framleiðir gröfuskóflur og hraðtengi við góðan orðstír. Við erum einu framleiðendurnir á þessum vörum á Íslandi og framleiðum þær undir vörumerkinu Skoflur.is.“

Í frístundum sínum kennir Rósalind fólki á öllum aldri reikning. „Mér finnst samt stærðfræðikunnátta fólks vera með fádæmum góð.“

Sambýlismaður Rósalindar er Björn Þórðarson byggingatæknifræðingur. Börn þeirra eru Telma Dögg Björnsdóttir, f. 1996, Guðmundur Snorri Eysteinsson, f. 1999 og Þórður Hugo Björnsson, f. 2008. Foreldrar Rósalindar eru Guðmundur Aðalsteinsson vélvirkjameistari og Svanhildur Ágústsdóttir tækniteiknari.