Axel Jóhannesson húsgagnasmiður á Akureyri er hundrað ára í dag og er það fyrsta aldarafmælið í ár hér á landi. Axel, sem er mjög hress, býður vinum og velunnurum í kaffi á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem hann býr, í dag á milli klukkan 15 og 17.

Axel Jóhannesson húsgagnasmiður á Akureyri er hundrað ára í dag og er það fyrsta aldarafmælið í ár hér á landi. Axel, sem er mjög hress, býður vinum og velunnurum í kaffi á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem hann býr, í dag á milli klukkan 15 og 17.

Axel er fæddur á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur Jóhannesar Halldórssonar og Elísabetar Þorleifsdóttur. Jóhannes var sagður völundur í höndum og Elísabet sérstök ágætiskona. Hún var náskyld Jóni Leifs tónskáldi, Jóni Pálmasyni, alþingismanni og ráðherra á Akri, og Sigurði Guðmundssyni skólameistara.

Axel var yngstur níu systkina. Þrjú þau elstu urðu 91 árs, 96 ára og 98 ára. Kona Axels var Birna Björnsdóttir. Þau höfðu verið gift í 69 ár þegar hún lést í ársbyrjun 2010, 87 ára að aldri. Börn þeirra eru fjögur. Axel og Elísabet bjuggu lengst af á Ægisgötu 15 á Akureyri.

Nú eru á lífi 36 Íslendingar á aldrinum frá 100 ára til 106 ára. Átján aðrir en Axel gætu náð þeim áfanga á árinu að verða hundrað ára, að því er fram kemur í samantekt Jónasar Ragnarssonar á fésbókarsíðunni um langlífi. skapti@mbl.is