Sú óvenjulega staða kom upp hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær að þrír dælubílar voru úti á sama tíma, hver í sínu verkefninu.
Sá fyrsti fór á Vesturgötu, þar sem eldur hafði komið upp í potti. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
Annar var sendur í Ártúnsbrekku, þar sem ökumenn þurftu aðstoð við að hreinsa upp eftir umferðarslys. Engin alvarleg slys urðu á fólki, þó nokkrar umferðartafir.
Sá þriðji fór í Grafarholt, þar sem bíll sem brenna átti í kvikmyndatökum brann helst til of vel. Einnig var mikill erill í sjúkraflutningum.