W.A. Mozart – 260 ára er yfirskrift tónleika sem fram fara í Bústaðakirkju á morgun kl. 17. Þar verða fluttar valdar perlur eftir tónskáldið. Flytjendur eru Kór Bústaðakirkju, Antonia Hevesí á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu.
W.A. Mozart – 260 ára er yfirskrift tónleika sem fram fara í Bústaðakirkju á morgun kl. 17. Þar verða fluttar valdar perlur eftir tónskáldið. Flytjendur eru Kór Bústaðakirkju, Antonia Hevesí á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu. Félagar úr Frímúrarakórnum munu syngja verk Mozarts sem hann tileinkaði Reglunni. Einsöngvarar koma úr Kór Bústaðakirkju. Stjórnandi kóranna tveggja er Jónas Þórir, kantor kirkjunnar.