27. febrúar 1927 Kolakraninn í Reykjavík var tekinn í notkun. Hann var þá talinn fullkomnasta tæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. Kraninn, sem var 25 metra hár og setti mikinn svip á umhverfið, var rifinn rúmum fjörutíu árum síðar. 27.
27. febrúar 1927
Kolakraninn í Reykjavík var tekinn í notkun. Hann var þá talinn fullkomnasta tæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. Kraninn, sem var 25 metra hár og setti mikinn svip á umhverfið, var rifinn rúmum fjörutíu árum síðar.
27. febrúar 2000
Á annað þúsund manns festust í margra kílómetra langri bílalest á Þrengslavegi í afar slæmu veðri. Björgunaraðgerðir, þær mestu síðan í Eyjagosinu 1973, stóðu fram á næsta dag. Margir vegfarendanna höfðu verið að skoða Hekluelda.
27. febrúar 2007
Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval var selt á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir 25 milljónir króna. „Dýrasta verk íslenskrar listasögu,“ sagði Fréttablaðið. Síðar kom í ljós að Landsbankinn keypti málverkið og var það sýnt á Kjarvalsstöðum í lok ársins.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson