Opinberir aðilar brutu mögulega gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttar í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Opinberir aðilar brutu mögulega gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttar í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þetta er niðurstaða lögfræðilegs mats sem bæjarstjórn Vestmannaeyja lét gera vegna „framgöngu ríkisaðila við þvingaða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 25. febrúar síðastliðnum.

Bæjarstjóra var falið að gæta áfram hagsmuna bæjarfélagsins vegna þessa ríka réttlætismáls, eins og það er orðað. Því var beint til hans að stefna Landsbankanum til að veita óháðum dómkvöddum matsmönnum aðgang að verðmatinu sem lá til grundvallar verðmæti stofnfjárhluta í SPVE. Að óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á framgöngu stjórnvalda í málinu og að beina kvörtun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins.