Benedikt Guðmundsson
Benedikt Guðmundsson
Þór Akureyri er komið í fjögurra stiga forystu í 1.deild karla í körfuknattleik eftir stórsigur á Ármanni, 101:66. Liðið nýtti sér um leið óvænt tap Fjölnis í toppbaráttunni og hefur liðið 26 stig á toppi deildarinnar eftir 16 leiki.

Þór Akureyri er komið í fjögurra stiga forystu í 1.deild karla í körfuknattleik eftir stórsigur á Ármanni, 101:66.

Liðið nýtti sér um leið óvænt tap Fjölnis í toppbaráttunni og hefur liðið 26 stig á toppi deildarinnar eftir 16 leiki. Fjölnir hefur 22 stig í 2. sæti eftir 15 leiki af 18 leikjum í deildarkeppninni.

Efsta liðið fer beint upp og því eru Þórsarar orðnir ansi nálægt því að komast í deild þeirra bestu í haust undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. peturhreins@mbl.is