Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í Valencia féllu í gærkvöld úr keppni um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid, 82:80, í fjórða leik í undanúrslitum.

Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í Valencia féllu í gærkvöld úr keppni um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid, 82:80, í fjórða leik í undanúrslitum. Real Madrid vann þar með þrjár viðureignir en Valencia eina. Real Madrid mætir annaðhvort Laboral Kutxa eða Barcelona í undanúrslitum.

Viðureign Valencia og Real Madrid var hnífjöfn og æsilega spennandi frá upphafi til enda. Real Madrid var með þriggja stiga forskot, 40:37, að loknum fyrri hálfleik. Valencia var með tveggja stiga forskot, 55:53, þegar síðasti leikhlutinn hófst.

Jón Arnór skoraði 8 stig, tók eitt frákast og átti fimm stoðsendingar í leiknum. iben@mbl.is