Max Kern
Blick Sport
Twitter.com/MaxKern3
Landsliðsþjálfarinn Vladimir Petkovic elskar þriggja manna vörn og beitti henni vel þegar hann stýrði Young Boys. Hins vegar hefur hann reynt fjögurra manna vörn með svissneska landsliðinu, með tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum þar fyrir framan. Það lýsir sér í 4-2-3-1 eða 4-3-3.
Fyrirliðinn Gökhan Inler missti sæti sitt eftir hann fór til Leicester City og er ekki lengur í hópnum, og miðjan hefur allmikið breyst. Sá sem græddi mest á því er nýr leikmaður Arsenal, Granit Xhaka, sem hefur verið í landsliðinu í nokkur ár en leikur nú í stöðu Inlers á miðjunni.
Baráttujaxlar með Xhaka
Xhaka fagnaði frábæru tímabili hjá Borussia Mönchengladbach og, ef heilsan leyfir, mun vinnuþjarkurinn Valon Behrami vera honum til stuðnings hægra megin.Ef Petkovic ákveður að nota þrjá ,,varnarsinnaða“ miðjumenn verður Blerim Dzemaili vinstra megin við Xhaka, sem þýðir að Svisslendingar muni stilla upp tveimur baráttujöxlum til stuðnings Xhaka sem leikstjórnanda.
Yann Sommer úr Mönchengladbach verður í markinu en báðir varamarkverðirnir eru einnig í miklum metum, Roman Bürki úr Dortmund og Marwin Hitz úr Augsburg. Bakverðirnir, enn og aftur ef heilsan leyfir, eru öruggir.
Margfaldur ítalskur meistari
Hægra megin er nýi fyrirliðinn Stephan Lichsteiner, leikmaður Juventus, nú ítalskur meistari fimm sinnum í röð, og vinstra megin er Ricardo Rodriguez, fyrrum heimsmeistari U-17 ára. Búist er við því að Petkovic noti Johan Djourou og Fabian Schär sem miðverði. Timm Klose meiddist í maí og missir af EM og Philippe Senderos var ekki valinn.Xherdan Shaqiri er stjarna liðsins, leikmaðurinn sem getur komið algjörlega á óvart og unnið leik upp á sitt einsdæmi. Því er hann augljóslega í byrjunarliðinu, en spurningin er hvar hann muni spila. Verður hann hægra megin? Fyrir aftan fremsta mann? Eða verður hann í frjálsu hlutverki sem aðalmaður í þriggja manna sókn?
Framherjinn ekki á skotskónum
Haris Seferovic gæti verið möguleiki og er týpískur framherji. Hann hefur þó ekki verið á skotskónum á tímabilinu. Þangað til hann skoraði úrslitamarkið sem tryggði Eintracht Frankfurt áframhaldandi sæti í þýsku Bundesligunni hafði hann ekki skorað síðan í nóvember. Einnig var hann rekinn af velli í vináttuleik Svisslendinga gegn Belgíu fyrir mótmæli, sem gerði Petkovic svo bálreiðan að þjálfarinn sagði að ákvarðanir sem þessar gætu eyðilagt vonir heillar kynslóðar.Líklegt byrjunarlið : Sommer – Lichtsteiner, Schär, Djourou, Rodriguez – Behrami, Xhaka, Dzemaili – Shaqiri, Seferovic, Mehmedi.