Radiohead Thom Yorke og félagar leika á Secret Solstice 17. júní kl. 21.30.
Radiohead Thom Yorke og félagar leika á Secret Solstice 17. júní kl. 21.30. — AFP
Tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem haldin verður 16.-19. júní í Laugardal, verður fyrsta íslenska vörumerkið sem fær sína eigin sögu í beinni í snjallsímaforritinu Snapchat, sk. Live Story.
Tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem haldin verður 16.-19. júní í Laugardal, verður fyrsta íslenska vörumerkið sem fær sína eigin sögu í beinni í snjallsímaforritinu Snapchat, sk. Live Story. Forritið safnar þá saman „snöppum“ gesta hátíðarinnar og streymir beint frá hátíðinni laugardaginn 18. júní. Hátíðargestir geta þá sent inn sín eigin myndskeið í gegnum forritið sem púslað verður saman í rauntíma af Snapchat-teyminu. Þannig geta 150 milljón notendur Snapchat um allan heim fylgst með Secret Solstice í snjallsímum sínum. Þá verða starfsmenn Snapchat á svæðinu og gera svonefnda „geofiltera“ fyrir hátíðarsvæðið sem hátíðargestir geta notað til að skreyta myndir og myndskeið sín inn í forritinu, skv. tilkynningu. Í gær varð svo aðgengilegt app hátíðarinnar, þ.e. smáforrit fyrir snjallsíma, þar sem sjá má tímasetningu tónleika o.fl.