Dillon Elín Ey er ein þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum.
Dillon Elín Ey er ein þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rokkbarinn Dillon á Laugavegi 30 lætur ekki sitt eftir liggja á Menningarnótt og býður til tónleikaraðar í bakgarðinum. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til rúmlega 21.

Rokkbarinn Dillon á Laugavegi 30 lætur ekki sitt eftir liggja á Menningarnótt og býður til tónleikaraðar í bakgarðinum. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til rúmlega 21. „Það er jú Menningarnótt og því bera að fagna,“ segir í Facebook-síðu viðburðarins.

Fram kemur fjöldi tónlistarmanna; Daníel Hjálmtýsson, Foreign Land, Jonny & The Rest unplugged, Elín Ey, Beggi Smári & Friends, Rythmatik, Andrea Gylfa & Djúpir Vasar, Stroff og síðast en ekki síst Heiðar úr Botnleðju.

Eftir tónleikana mun Andrea Jónsdóttir sjá um tónlistina fram eftir morgni. Grillararnir frá Chuck Norris munu gæta að því að enginn verði svangur meðan á tónleikunum stendur.