Tjarnarlundur Minnismerki Jóns Sigurpálssonar um skáld Dalamanna, Sturlu Þórðarson, Stefán frá Hvítadal og Stein Steinarr, er við félagsheimilið.
Tjarnarlundur Minnismerki Jóns Sigurpálssonar um skáld Dalamanna, Sturlu Þórðarson, Stefán frá Hvítadal og Stein Steinarr, er við félagsheimilið. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Til athugunar er hjá sveitarstjórn Dalabyggðar að setja upp minningarreit eða upplýsingaskilti um Sturlu Þórðarson sagnaritara á Staðarhóli í Saurbæ.

Til athugunar er hjá sveitarstjórn Dalabyggðar að setja upp minningarreit eða upplýsingaskilti um Sturlu Þórðarson sagnaritara á Staðarhóli í Saurbæ. Málið hefur verið rætt lauslega við landeigendur og ætlunin er að sækja um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Málið á sér þá forsögu að fyrir tveimur árum var þess minnst með Sturluhátíð í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ að 800 ár voru liðin frá fæðingu Sturlu sagnaritara. Undirbúningsnefnd hátíðarinnar, sem Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, hafði forystu fyrir, sendi sveitarstjórn ýmsar hugmyndir um það hvernig mætti minnast höfðingjans áfram. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að lítið hafi gerst síðan en Svavar haldi þeim við efnið. „Okkur langar að gera honum betri skil,“ segir Sveinn.

Jarðsettur á Staðarhóli

Hann bendir á að aðstæður séu að mörgu leyti ákjósanlegar við kirkjuna á Staðarhóli. Bæjarhóllinn sé greinilegur og líklegt að þar hafi bær Sturlu staðið.

Hann bjó í Fagurey á Hvammsfirði síðustu árin en sagan segir að hann hafi verið jarðsettur á Staðarhóli, að kirkju Péturs postula „sem hann hafði mesta elsku á“.

helgi@mbl.is