Gunnar Rafn Borgþórsson
Gunnar Rafn Borgþórsson
Fjarðabyggð og Selfoss gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í 17. umferð 1. deildar karla, Inkasso-deildinni, á Eskjuvellinum í gærkvöldi. Þetta var þriðja jafntefli Fjarðabyggðar í röð og sjötti deildarleikur liðsins án sigurs.

Fjarðabyggð og Selfoss gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í 17. umferð 1. deildar karla, Inkasso-deildinni, á Eskjuvellinum í gærkvöldi.

Þetta var þriðja jafntefli Fjarðabyggðar í röð og sjötti deildarleikur liðsins án sigurs. Jafnteflið kemur Fjarðabyggð einu stigi yfir Hugin sem er í fallsæti og keppir sinn leik í 17. umferðinni á morgun gegn Þór.

Næsti leikur Fjarðabyggðar verður einnig gegn Þór laugardaginn 27. ágúst og næst á eftir koma toppliðin KA og Grindavík. Nú þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu munu Huginn og Fjarðabyggð, ásamt Leikni F., há hörkubaráttu um að halda sér í 1. deildinni.

Selfoss undir stjórn Gunnars Rafns Borgþórssonar er án sigurs í þremur leikjum. Liðið situr þægilega í miðri deild með 22 stig og þarf hvorki að hafa áhyggjur af falli né að komast upp um deild. Selfyssingar mæta næst Grindavík og KA.