Kleinuhringir Fjörið var alveg til fyrirmyndar.
Kleinuhringir Fjörið var alveg til fyrirmyndar.
Útibú frá skyndibitakeðjunum Dunkin´ Donuts og Ginger voru opnuð í 10-11 versluninni á Fitjum í Njarðvík í Reykjavík í vikunni. Þetta eru fyrstu staðirnir undir þessum merkjum sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Útibú frá skyndibitakeðjunum Dunkin´ Donuts og Ginger voru opnuð í 10-11 versluninni á Fitjum í Njarðvík í Reykjavík í vikunni. Þetta eru fyrstu staðirnir undir þessum merkjum sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðisins. Viðtökur voru góðar og margir mættu. Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum á næstunni, það er í verslun 10-11 í komusal Leifsstöðvar.

Um ár er síðan fyrstu Dunkin´ Donuts staðirnir á Íslandi voru opnaðir. Þeir eru við Laugaveginn í Reykjavík, í Kringlunni, við Hagasmára í Reykjavík og nú í Njarðvík. Viðtökur hafa verið góða og kleinuhringirnir seljast eins og heitar lummur. sbs@mbl.is