Vegferð er ögn hátíðlegt orð um ferðalag , var t.d. notað um lífsgönguna hérna megin eða ferð sálarinnar í eilífðinni. Sjálfsagt er að setja slík orð til almennra verka.
Vegferð er ögn hátíðlegt orð um ferðalag , var t.d. notað um lífsgönguna hérna megin eða ferð sálarinnar í eilífðinni. Sjálfsagt er að setja slík orð til almennra verka. En gætum þess að það verði ekki kjánalegt: Fyrirtækið er nú „á þessari vegferð að kanna hvort hægt sé að reisa bensíndælur“.