Innkaup Útboðin gefa góða raun.
Innkaup Útboðin gefa góða raun.
Fimm útboð sem verkefnisstjórn um bætt innkaup stóð fyrir á vormánuðum skiluðu ríkissjóði 100 milljóna króna sparnaði.

Fimm útboð sem verkefnisstjórn um bætt innkaup stóð fyrir á vormánuðum skiluðu ríkissjóði 100 milljóna króna sparnaði. Um var að ræða fimm sameiginleg örútboð innan núverandi rammasamningskerfis og laut meðal annars að kaupum á tölvum, tölvuskjám, pappír og fleiru. Í útboðunum tóku þátt 55 stofnanir. Til marks um sparnaðinn skilaði örútboð á tölvuskjám 65% afslætti frá listaverði.

Fjármálaráðuneytið segir að árangurinn af útboðunum staðfesti að fjölmörg tækifæri séu til staðar til að ná fram hagræðingu hjá ríkinu með sameiginlegum innkaupum. Verkefnisstjórnin og Ríkiskaup vinna að nýju fyrirkomulagi á innkaupum með það að markmiði að bæta innkaup ríkisins til frambúðar.