„Þetta er ekki mikið núna, líklega innan við tíu þúsund, því hann fer í fá fög,“ segir Jón Óskar Sverrisson, sem var að kaupa skólagögn ásamt syni sínum Viktori Andra Jónssyni fyrir fyrsta bekk í MS.
„Þetta er ekki mikið núna, líklega innan við tíu þúsund, því hann fer í fá fög,“ segir Jón Óskar Sverrisson, sem var að kaupa skólagögn ásamt syni sínum Viktori Andra Jónssyni fyrir fyrsta bekk í MS. Viktor tekur stúdentspróf í MS á þremur árum og skiptist fyrsta árið í þrjár annir og deilast því skólakaupin jafnara yfir árið. Nokkrum dögum fyrr hafði Jón keypt skólagögn fyrir dóttur sína fyrir um 20 þúsund krónur. Hún er einnig í MS en er eldri og tekur stúdentsprófið á fjórum árum. Viktor valdi MS því hann telur skólann henta vel með öðru námi, en hann ætlar að líka í flugnám. „Þessi innkaup eru ekki mikil miðað við flugnámið. Við foreldrarnir og hann sjálfur þurfum að færa einhverjar fórrnir fyrir það,“ segir Jón Óskar.