Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Ekki er öruggt að einkasjúkrahúsið umdeilda rísi í Mosfellsbæ. Eftir háværar deilur um málið ákváðu íslenskir þátttakendur í verkefninu að draga sig út úr því þar til ljóst væri hvaða erlendu fjárfestar ættu hlut að máli.
Ekki er öruggt að einkasjúkrahúsið umdeilda rísi í Mosfellsbæ. Eftir háværar deilur um málið ákváðu íslenskir þátttakendur í verkefninu að draga sig út úr því þar til ljóst væri hvaða erlendu fjárfestar ættu hlut að máli. Henri Middeldorp, helsti forsvarsmaður verkefnisins og fulltrúi hinna erlendu fjárfesta, sagði í kjölfarið að verkefninu yrði frestað þar til hægt væri að ræða það við ráðamenn þjóðarinnar og tillögur væru komnar frá stjórnvöldum um breytingar á áformunum. Kristján Júlísson heilbrigðisráðherra sagði að hugmyndir fjárfestanna hefðu ekki verið kynntar stjórnvöldum og því væri erfitt fyrir þau að gera tillögur að breytingum á þeim.