Sögur Kubbar eru til margra hluta nytsamlegir, líka til að segja sögur.
Sögur Kubbar eru til margra hluta nytsamlegir, líka til að segja sögur.
Fjölskyldu- og ævintýrastund verður haldin í barnabókasafni Norræna hússins kl. 13-14 í dag, laugardaginn 19. nóvember. Sex til níu ára börnum býðst að taka þátt í LEGO-sögusmiðju þar sem þau vinna saman í litlum hópum, tvo til þrjú í hverjum hópi.

Fjölskyldu- og ævintýrastund verður haldin í barnabókasafni Norræna hússins kl. 13-14 í dag, laugardaginn 19. nóvember. Sex til níu ára börnum býðst að taka þátt í LEGO-sögusmiðju þar sem þau vinna saman í litlum hópum, tvo til þrjú í hverjum hópi. Legókubbana nota þau sem efnivið fyrir sögurnar og í lokin kynnir hver hópur sína sögu.

Sögusmiðjan er haldin í samstarfi við Krumma og byggist á LEGO Education StoryStarter sem notað er í barnaskólum um allan heim. Þátttaka í sögusmiðjunni er ókeypis. Hámarksfjöldi er fimmtán börn.

Lego er danskt leikfangafyrirtæki í Billund, sem stofnað var 1932 og framleiddi upphaflega leikföng úr tré en hefur síðastliðin fjörutíu ár framleitt plastkubba. Nafnið „lego“ er stytting á dönsku orðunum „LEg GOdt“, sem þýðir leikið vel á íslensku.