19. nóvember 1946 Fulltrúar Íslands tóku sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna en aðildin var samþykkt á Alþingi 25. júlí 1946. Þá voru aðildarþjóðirnar rúmlega fimmtíu, nú eru þær tæplega tvö hundruð. 19.

19. nóvember 1946

Fulltrúar Íslands tóku sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna en aðildin var samþykkt á Alþingi 25. júlí 1946. Þá voru aðildarþjóðirnar rúmlega fimmtíu, nú eru þær tæplega tvö hundruð.

19. nóvember 1959

Auður Auðuns tók við starfi borgarstjóra í Reykjavík, ásamt Geir Hallgrímssyni. Hún var fyrst kvenna til að gegna þessu embætti og var borgarstjóri í tæpt eitt ár.

19. nóvember 1974

Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þar með hófst rannsókn eins umfangsmesta sakamáls síðari ára. Í febrúar 1977 lágu fyrir játningar þriggja manna um að þeir hefðu orðið Geirfinni að bana.

19. nóvember 1996

Fimmtán þúsundasti Akureyringurinn fæddist. Það var drengur, Einar Sigurðsson. Nú eru íbúarnir rúmlega átján þúsund.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson