Árið 2016 kom út hjá Routledge í New York bókin Iceland's Financial Crisis: Politics of Blame, Protest, and Reconstruction . Ritstjórar eru Valur Ingimundarson, Philippe Urfalino og Irma Erlingsdóttir.

Árið 2016 kom út hjá Routledge í New York bókin Iceland's Financial Crisis: Politics of Blame, Protest, and Reconstruction . Ritstjórar eru Valur Ingimundarson, Philippe Urfalino og Irma Erlingsdóttir. Furðu sætir, að Stefán Ólafsson skuli skrifa um bankahrunið í þetta rit, því að hann er með eindæmum ónákvæmur, eins og ég hef margbent á opinberlega, auk þess sem hann er í einkastríði við Sjálfstæðisflokkinn. Ritstjórarnir hefðu því að minnsta kosti átt að hafa varann á og lesa vel yfir grein hans. Það hafa þeir bersýnilega ekki gert.

Á bls. 61 segir Stefán, að Eimreiðarhópurinn hafi orðið áhrifamikill í Sjálfstæðisflokknum á áttunda áratug síðustu aldar. „One of the famous slogans from that group was „Away with the Beast!“ („Baknid burt!“), referring to the size of government.“ En það var Samband ungra sjálfstæðismanna, sem kynnti þetta vígorð 1977. Það var undir forystu Friðriks Sophussonar, sem var ekki í Eimreiðarhópnum, og að stefnuskránni undir þessu heiti unnu aðallega Einar K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson, sem hvorugur var heldur í Eimreiðarhópnum.

Á bls. 66 ræðir Stefán um innlánasöfnun bankanna í Bretlandi fyrir hrun þeirra og segir: „Landsbanki was the frontrunner in this, and offered the accounts through its UK subsidiary.“ Aðalatriðið í Icesave-deilunni virðist hafa farið fram hjá Stefáni. Það var, að Landsbankinn safnaði innlánum frá útbúi (branch), en ekki dótturfélagi (subsidiary). Þess vegna sá hinn íslenski Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta um innstæðutryggingar Icesave-reikninganna, ekki breski tryggingasjóðurinn.

Á bls. 75 segir Stefán: „A controversial publication of private e-mails of a prominent IP member, Mr Styrmir Gunnarsson, an influential editor of Morgunbladid at the time, has him on record talking about the need to get the Landsbanki into the hands of individuals „on good speaking terms with the IP.““ En Styrmir sagði það, sem Stefán hefur eftir honum, í æviágripi Davíðs Oddssonar í bókinni Forsætisráðherrum Íslands , eins og oft hefur komið fram, ekki í (stolnum) tölvuskeytum, sem fóru milli hans og Jónínu Benediktsdóttur.

Þau Valur, Urfalino og Irma fengu stórfé úr sjóðum íslenskra skattgreiðenda til útgáfustarfsemi sinnar. Þau hefðu mátt leggja það á sig að lesa grein Stefáns vandlega yfir. Er þetta síðan kallað „ritrýnt“ verk?

Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar

Hannes H. Gissurarson

hannesgi@hi.is