Skokkað Hreyfing hefur yngjandi áhrif á líkamann óháð aldri og líkamlegu formi, segir í bókinni 10 ráð til betra og lengra lífs.
Skokkað Hreyfing hefur yngjandi áhrif á líkamann óháð aldri og líkamlegu formi, segir í bókinni 10 ráð til betra og lengra lífs. — Morgunblaðið/Arnaldur
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Er ein pítsusneið þess virði að ganga hratt eða skokka 10 kílómetra til að brenna henni? Eða tvo kílómetra fyrir fimmtán salthnetur? Dæmi nú hver fyrir sig.

Er ein pítsusneið þess virði að ganga hratt eða skokka 10 kílómetra til að brenna henni? Eða tvo kílómetra fyrir fimmtán salthnetur? Dæmi nú hver fyrir sig. Í nýútkominni bók, 10 ráð til betra og lengra lífs, fjallar höfundurinn, sænski prófessorinn og læknirinn Bertil Marklund, m.a. um hversu mikið maður þarf að hreyfa sig, ganga hratt eða skokka til að brenna ákveðnum tegundum af mat og drykk.

Í bókinni er listi yfir tiltekið magn þrettán matar- og drykkjartegunda, þ.ám. pítsusneiðar og salthneta, sem hægt er að hafa sem viðmið um vegalengd sem þarf að ganga hratt eða skokka til að brenna. Þeir sem eru gefnir fyrir svart og sykurlaust þurfa þó ekki að spretta úr spori því einn kaffibolli hefur engin áhrif. Fyrir 15 cl af léttbjór þyrftu þeir hins vegar að fara 0,8 kílómetra og 600 metrum betur fái þeir sér sama magn af sterkum bjór. Smákaka útheimtir einn kílómetra, tíu kartöfluflögur tvo á meðan ekki dugir minna til en fjórir kílómetrar fyrir tíu franskar. Og enn versnar í því, fyrir suma að minnsta kosti, því sex kílómetra þarf til að brenna einu vínarbrauði og átta falli fólk í freistni og fái sér hamborgara, massarínusneið eða tertusneið.

Kannski tölurnar verði til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur upp í sig einni sneið af vínarbrauði með kaffinu, segir Marklund. Hann áréttar reyndar að tölurnar séu ekki nákvæmar heldur háðar því hversu þungt fólk sé og mismunandi hugmyndum manna um stærð á t.d tertusneið. Leggur Marklund áherslu á að með því að fylgjast með vigtinni geti fólk borðað skynsamlega og heilsusamlega alla ævi og bætt við sig æviárum í stað aukakílóa.