Ganga Loddugangan hefst við Vörðuna í kvöld.
Ganga Loddugangan hefst við Vörðuna í kvöld. — Morgunblaðið/Reynir
Sandgerðisdagar standa nú yfir. Þeir hófust á mánudag og standa fram á sunnudag. Hátíðin var sett formlega í gær og í kjölfarið fóru fram svonefndir hverfaleikar þar sem hverfin í bænum kepptu sín á milli.

Sandgerðisdagar standa nú yfir. Þeir hófust á mánudag og standa fram á sunnudag.

Hátíðin var sett formlega í gær og í kjölfarið fóru fram svonefndir hverfaleikar þar sem hverfin í bænum kepptu sín á milli. Í gærkvöldi var hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu þar sem boðið var upp á fjölbreytta tónlist.

Dagskráin í dag hefst með móttöku nýrra Sandgerðinga í Vörðunni. Í kvöld verður síðan svonefnd Lodduganga, skemmti- og fræðsluganga fyrir fullorðna. Heimsótt eru fyrirtæki og stofnanir, sagðar sögur og boðið upp á léttar veitingar.

Á föstudag verður meðal annars kappleikur milli norður- og suðurbæjar sem endar með saltfiskveislu í Reynishúsinu. Lionsfélagar sjá um Sagna- og söngvakvöld í Efra-Sandgerði og Stuðbandið leikur fyrir dansi í Samkomuhúsinu.

Á laugardaginn verður dagskrá á hátíðarsvæði við grunnskólann en um kvöldið koma hljómsveitirnar Klassart og Buff fram. Að lokum verður flugeldasýning við Sandgerðishöfn.