Eleven Experience Haukur B. Sigmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi. Haukur starfaði áður sem framkvæmdastjóri Servio, sem er dótturfélag Securitas og sérhæfir sig í lúxusakstri og sérhæfðri öryggisgæslu á Íslandi.
Eleven Experience Haukur B. Sigmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi. Haukur starfaði áður sem framkvæmdastjóri Servio, sem er dótturfélag Securitas og sérhæfir sig í lúxusakstri og sérhæfðri öryggisgæslu á Íslandi.

Eleven Experience rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Colorado í Bandaríkjunum. Fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála víða um heim og leggur mikla áherslu á sérsniðna upplifun gesta sinna.