— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opinn grunnur blasir við ef litið er á bak við listasafnið Kjarvalsstaði. Verið er að byggja mannvirki sem verður hluti af garðinum. Verkið felur í sér að gera hellulagt torg sunnan við Kjarvalsstaði með setpöllum og tröppum.

Opinn grunnur blasir við ef litið er á bak við listasafnið Kjarvalsstaði. Verið er að byggja mannvirki sem verður hluti af garðinum. Verkið felur í sér að gera hellulagt torg sunnan við Kjarvalsstaði með setpöllum og tröppum. Svæðið á að tengja betur Kjarvalstaði við Klambratún og verður brú milli listasafns og útivistarsvæðis. Framkvæmdin samanstendur af torgi, setpöllum úr grasi, bylgjutröppum og beðum. Til stendur að hljómleikar og leiksýningar m.a. í tengslum við starfsemi safnsins fari þar fram. Verklok eru áætluð 1. október nk. skv. framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar. ernayr@mbl.is