Arion Bakinn er fjárhagslega sterkur sbr. eiginfjárhlutfall hans.
Arion Bakinn er fjárhagslega sterkur sbr. eiginfjárhlutfall hans. — Morgunblaðið/Eggert
Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi líðandi árs var 10,5 milljarðar kr. samanborið við 9,8 milljarða kr. á sama tímabili á síðasta ára. Arðsemi eigin fjár var 9,7% samanborið við 9,5% á sama tímabil í fyrra. Heildareignir í lok júní voru 1.

Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi líðandi árs var 10,5 milljarðar kr. samanborið við 9,8 milljarða kr. á sama tímabili á síðasta ára. Arðsemi eigin fjár var 9,7% samanborið við 9,5% á sama tímabil í fyrra.

Heildareignir í lok júní voru 1.126,4 milljarðar kr., 90 milljörðum kr. meiri en fyrir hálfu ár. Eigið fé hluthafa bankans nam 221,6 milljörðum kr. í lok júní. „Efnahagur bankans er sterkur og hefur mikil áhersla verið lögð á að tryggja lausafjárstöðu í tengslum við afnám fjármagnshafta, sem nú er að mestu lokið,“ segir í frétt frá bankanum. Þar er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra að afkoman á þessum fyrri hluta árs sé nokkuð umfram væntingar.

„Grunnrekstur bankans gekk vel á tímabilinu og einskiptisliðir hafa jákvæð áhrif afkomuna. Bankinn er fjárhagslega sterkur eins og eiginfjárhlutfall bankans ber með sér en það er 28,4%,“ segir Höskuldur.