Vífilsstaðir Ríkið heldur eftir fasteignum, s.s. spítalabyggingunni.
Vífilsstaðir Ríkið heldur eftir fasteignum, s.s. spítalabyggingunni. — Morgunblaðið/Þorkell
„Núverandi skipulag svæðisins miðar við að þar sé aðeins byggð að litlu leyti.

„Núverandi skipulag svæðisins miðar við að þar sé aðeins byggð að litlu leyti. Markaðsverð slíks lands er mun lægra en verð á skipulögðu byggingarlandi,“ segir í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, um sölu á landi Vífilsstaða, en spurt var hvort ráðuneytið hefði leitast eftir að fá sem hæst verð fyrir landið.

„Tvær flugur í einu höggi“

„Ríkisstjórnin hefur [...] átt í samskiptum við fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að auka framboð á byggingarlóðum. Með því að semja við Garðabæ sem hefur skipulagsvaldið á svæðinu tryggði ríkið sér meiri hluta af framtíðarhagnaði af sölu lóða og jók þannig mjög verðmæti landsins fyrir ríkið á sama tíma og framboð á lóðum er aukið og þannig slegnar tvær flugur í einu höggi,“ segir einnig í svari ráðherra, en það er birt í heild sinni á heimasíðu Alþingis.