Svanurinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, hefur verið valinn til þátttöku í Discovery-hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto sem hefst 7.

Svanurinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, hefur verið valinn til þátttöku í Discovery-hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto sem hefst 7. september og verður myndin heimsfrumsýnd þar. Dansk-íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, mun einnig taka þátt í Discovery.

Svanurinn segir frá afvegaleiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf. Ása Helga leikstýrði og skrifaði handritið að Svaninum, eftir samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar.