Meistarar Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson kátir.
Meistarar Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson kátir. — Ljósmynd/Instagram
RN-Löwen vann lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Kiel, 32:30, eftir vítakeppni í Meistarakeppni þýska handknattleiksins í Stuttgart í gær. Leikurinn á milli meistara og bikarmeistara síðasta tímabils markar upphaf handboltatímabilsins þar í landi.

RN-Löwen vann lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Kiel, 32:30, eftir vítakeppni í Meistarakeppni þýska handknattleiksins í Stuttgart í gær. Leikurinn á milli meistara og bikarmeistara síðasta tímabils markar upphaf handboltatímabilsins þar í landi.

Staðan var jöfn, 28:28, að loknum hefðbundnum leiktíma eftir að Jerry Tollbring jafnaði metin fyrir Löwen á síðustu sekúndu leiksins. Leikmenn Löwen voru svo lánsamari í vítakeppni sem fylgdi í kjölfarið en ekki var gripið til framlengingar.

RN-Löwen var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:11, eftir að hafa haft yfirhöndina allan hálfleikinn. Kiel komst í fyrsta sinn yfir, 20:19, þegar rúmlega 15 mínútur voru til leiksloka.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson ekkert. Tollbring var markahæstur með fimm mörk. Miha Zarabec var atkvæðamestur hjá Kiel með átta mörk. iben@mbl.is