Íslenski dansflokkurinn hélt sviðslistahátíðina Fórn sl. helgi í Southbank Centre í London við góðar undirtektir.
Íslenski dansflokkurinn hélt sviðslistahátíðina Fórn sl. helgi í Southbank Centre í London við góðar undirtektir. Dagblaðið The Independent hefur birt gagnrýni um Fórn, gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir hátíðina meðal merkustu listviðburða ársins. Dagblaðið Evening Standard fer einnig fögrum orðum um Fórn líkt og vefurinn The 370 review sem segir hana einstaka sviðslistahátíð. Fórn er undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar og inniheldur fjögur frumsamin verk, unnin af og í samstarfi við Gabríelu Friðriksdóttur, Matthew Barney, Margréti Bjarnadóttur og Ragnar Kjartansson.