Bandaríkin Geir H. Haarde sendiherra síðastliðin tvö og hálft ár.
Bandaríkin Geir H. Haarde sendiherra síðastliðin tvö og hálft ár. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Tengslin við Norður-Dakóta, Utah og fleiri staði í Bandaríkjunum eru mikilvæg,“ segir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
„Tengslin við Norður-Dakóta, Utah og fleiri staði í Bandaríkjunum eru mikilvæg,“ segir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hann var meðal gesta á Íslendingahátíðinni í Mountain, en löng hefð er fyrir því að íslenskir ráðamenn mæti á þessar samkomur. Þá eru jafnan hópferðir ár hvert á þessar slóðir sem einkaaðilar skipuleggja, sbr. Bændaferðir. „Það var liður í viðleitni til að styrkja tengslin milli Íslands og Mountain þegar ríkisstjórnin og síðan Alþingi samþykkti að minni tillögu sem forsætisráðherra 75 þúsund dollara fjárveitingu árið 2007 til að styrkja byggingu félagsheimilisins í Mountain. Sú bygging hefur gjörbreytt allri aðstöðu fyrir þessi hátíðarhöld og aðra viðburði í þessu litla samfélagi. Sá stuðningur Íslendinga er mjög mikils metinn meðal heimamanna,“ segir Geir.