Ragnar fæddist í Reykjavík 21. september 1940. Hann lést á Hrafnistu í Keflavík 30. desember 2018.
Foreldrar hans voru Henrik W. Ágústsson, prentari og prentsmiðjustjóri í Reykjavík, f. 19. mars 1905, d. 11. nóvember 1966, og Gyða Þórðardóttir, talsímakona í Reykjavík, f. 19. febrúar 1910, d. 25. maí 2003.
Systkini Ragnars voru: Nanna Guðrún hjúkrunarfræðingur f. 13. júní 1938, d. 16. janúar 1998, og Þórður Ágúst prentari f. 27. júní 1942. Uppeldissystir Ragnars var Guðrún Björgvinsdóttir en þau voru systkinabörn og hún var alltaf sem systir okkar systkinanna, f. 10. september 1931, d. 29. nóvember 1978.
Eftirlifandi kona Ragnars er Jórunn Erla Stefánsdóttir sjúkraliði, f. 28. júní 1948. Þau gengu í hjónaband hinn 17. febrúar 1990. Faðir hennar var Stefán Júlíus Ísaksson, f. 2. júní 1915 á Raufarhöfn, d. 15. desember 1991, verkamaður í Reykjavík. Móðir hennar var Sigurbjörg Jóhannesdóttir, f. 4. mars 1914 á Akureyri, d. 12. júlí 1973, húsfreyja.
Ragnar ólst upp í Reykjavík. Hann lærði prent hjá föður sínum í PÁS prentsmiðju og vann við fagið stærsta hluta ævi sinnar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.

(Úr Hávamálum)





Ragnar æsku vinur minn og ferðafélagi fór á vit forfeðra sinna þegar sólin var að byrja nýtt ár svo hann nær því fullum byr inn í nýtt sólarár og hver veit nema á hinum forna fley goðana sem kallaður er Sólfara.

Ragnar var ekki nema 78 þegar hann kvaddi og ekki er langt síðan við vorum að ferðast saman félagar á nýjum  heimaslóðum hans eftir langa búsetu í Noregi.

Það var gleði að fá þig heim aftur Ragnar minn. Þú varst kátur og hress fullur af orku eftir skemmtilegt ferðalag fyrir nokkrum árum. Við gömlu félagarnir höfðum þá haldið hópinn þá í meir en 60 ár og fórum í okkar árlegu ferð og tókum við Reykjanesið enda vissum við að þú varst fróður á þeim bæ.

Áhugi á ferðalögum kviknaði þegar við vorum unglingar í Prentsmiðju föður Ragnars fyrir óralöngu og þar var mikið spekúlerað og skrafað um staði sem okkur langaði að sjá svo reiðhjól, skellinöðrur og mótorhjól urðu fararskjóttar okkar í byrjun. Þegar þið bræður Þórður og þú eignuðust splunku nýjan Landróver voru oft kátir strákar með fullan bíl af vistum og ferðagræjum og Ljómi ekki sparaður enda eins og Kadilak í okkar augum á þeim tíma já hann var ferða Katilakkinn en þá var gleðin annað en I fónar og tölvur. Gleðin var náttúran sjálf í öllu sínu veldi og hún var stundum dálítið grimm og svo aftur góð en sama hvað þá kunnum við að njóta hennar.

Það má segja að Ragnar hafi oft verið aðal hvatinn af ferðum okkar en þá var hann búinn að lesa sig til um skemmtilega staði og ferðir annarra og ef okkur leist á þá var slegið til pakkað og farið af stað.

Árin þróuðust en við félagarnir kölluðum þá bræður ýmist Ragnar og Þórður eða Þórð og Ragnar en þeir voru sem einn og aldrei nefndir nema báðir. Já hópurinn stækkaði og inn bættust Austurbæingar og sem var engan vegin samkvæmt sáttmálanum en Austur- og Vesturbæingar voru í stríði á þeim árum en við létum það ekki trufla ferðalöngun okkar.

Já svo komu Laugnesingar og Fossvogsbúar og ferðirnar urðu lengri og strangari svo við sáum að það var orðið nauðsynlegt að kaupa sameiginlega almennilegar ferðagræjur sem voru svo geymdar í miðstöð klúbbsins sem var Prentsmiðja þeirra feðga en faðir þeirra bræðra var mikill hvata maður okkar á fyrstu árunum enda mikill ferðamaður sjálfur.

Svo byrjuðum við flestir í Björgunarsveit slysavarnarfélagsins Ingólfs sem var skemmtileg reynsla en þar fengum við að spreyta okkur bæði á landi og sjó. Það voru líka mörg björgunar afrek, týndar rjúpuskyttur og ýmis slys og það var ekki ósjaldan sem við urðum við að henda öllu frá okkur til að fara í björgunarleiðangra svo við skiljum vel fórnir björgunarsveitarmanna í dag. Yfirleitt voru vinnuveitendur skilningsríkir en auðvita setti þetta skarð í rekstur fyrirtækjanna.

Já svo stelpurnar en við höfðum aldrei mátt vera að því að spá í þær enda þeim ekki bjóðandi í svona stráka/karlaklúbb og við oft ekki álitslegir á þessum ferðum okkar, drullugir upp fyrir haus á mótorhjólatímabilinu og lyktandi eins og skunkar enda ekki mikið um sturtur á hálendinu svo það var og oft gantast í tjaldbúðunum okkar að kveldi ferðadags með orðið alýfát og menn voru fljótir að koma sér í svefnpokana og renna rennilásnum upp. Lesið alýfát afturábak þá skiljið þið þetta.

Ævintýrin voru óendanleg. Vestfirðir á mótorhjólum áður en vegakerfið var komið. Þórsmerkurferðir þar sem við lentum í ævintýri sem fáum verður sagt. Öræfaferðirnar um páska stundum í 25° frosti áður en brýr þar sem ísinn brotnaði undan fargi bílanna svo kom ævintýrið við Snæfellsjökull sem er hulið leyndarmál eins og Snæfellsjökullinn sjálfur.

Já svo allar Björgunarsveitarferðirnar og landsmöt á þeirra vegum sem voru líka ævintýri eftir ævintýri en svona gæti maður talið upp endalaust upp og ekki má gleyma 13 daga gönguferðinni hringinn í kring um nyrsta kjálka vestfjarðanna.

Já stelpurnar komu og vildu komast í hópinn og ein plataði okkur og sagðist vera vinkona eins félaga svo við aumkuðumst og breyttum reglunum á staðnum en síðar kom á daginn að sá félagi þekkti varla stúlkuna. Síðar kom í ljós að okkur fannst hún dálítið einmanna en auðvita vorum við ekki að abbast upp á vinkonu félaga okkar. Reglum breytt og ferðamunstrið breyttist enda sáum við það það var bara gaman að hafa ferðafélaga frá hinu kyninu enda var þessi umrædda stelpa virkilega viðkunnaleg. Í dag ráða þær ferðum klúbbsins. Ha, Ha.


Jepparnir tóku alveg yfir og stelpurnar reyndu líka en alla vegana fórum að vera hreinir og snyrtilegir enda engin miskunn þegar þær reyna að ná völdum og ekki nema einn sjens fyrir okkur og í stað þess að éta sviðahausa og naga kjöt af beinum elduðu þær góðar máltíðir svo engin kvartaði enda engar voru þær engar Femínistur eða rauðsokkur sem komust í þennan klúbb.

Strákar urðu menn og urðu eldri, giftust sínum heittelskuðu og eignuðust börn og buru og þá aftur stækkaði hópurinn og börn okkar sem höfðu alist upp við þetta umhverfi og við félagarnir og nú hafa þau sama munstur og við og sína vini og ferðafélaga og njóta sín. Hvað er yndislegra en að hafa tilgang í lífinu.

Ragnar það sem þú byrjaðir á með lestri bóka hefir þróast og allir okkar afkomendur minnast ferðalaganna með okkur sem skemmtilegasta tímabil í uppvextinum. Já þegar byrjuðu þá vorum við rétt ornir  unglingar.

Kannski til gamans en þar sést að máltækið ungur nemur það gamall temur en ég lánaði elstu dóttur minni sem var rétt yfir tvítugt ferðajeppa minn, stóran 4x4 Ford van sem var ekkert merkilegt en henni langaði til sýna kærasta sínum landið.

Síðar frétti ég að hún hefðir farið beint upp á Sprengisand og yfir svo gæsavatnaleiðina, grjóthálsinn einbíla og engir símar á þeim tíma yfir óbrúaðar jökulsárnar inn í Herðubreiðarlindirnar og hélt svo áfram eins og allt þetta væri bara eðlilegt já fyrir rúmlega tvítuga stúlku.

Ragnar nú ert líka brautryðjandi hópsins með þína hinstu för til framandi staða en mig grunar að það sé þó ekki hinsta för þessu jarðríku okkar þótt í annarri vídd.

Við Guðrún viljum votta Jórunni þinni og Þórði bróður og fjölskyldu hans samúð okkar og samúðarkveðju frá Gömlu Skolla vinum þínum.


Valdimar Samúelsson.