Helgi Kristjánsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1961. Hann lést 10. október 2019. Foreldrar hans eru Jóhanna Bryndís Helgadóttir, f. 31. maí 1940, og Kristján Óli Andrésson, f. 25. ágúst 1935. Systkini Helga eru Sylvía, f. 23. júní 1964, Hildur, f. 3. mars 1969, Steingerður, f. 13. apríl 1972, og Andrés, f. 19. júní 1974.

Eftirlifandi eiginkona Helga er Selma Ósk Kristiansen, f. 3. ágúst 1960. Þau gengu í hjónaband 25. maí 1985. Börn þeirra eru Baldur, f. 22. febrúar 1984, og Bryndís, f. 20. febrúar 1986. Eiginkona Baldurs er Patricia Spyrakos, f. 2. nóvember 1974. Eiga þau dæturnar Harriet Selmu, f. 4. október 2013, og Petru Freyju, f. 15. mars 2017. Eiginmaður Bryndísar er Anton Máni Svansson, f. 2. ágúst 1984, eiga þau soninn Bjart, f. 23. janúar 2017. Fyrir átti Bryndís Helga Jökul Arnarsson, f. 6. ágúst 2010. Systir hans er Heiður Anna Arnarsdóttir, f. 17. júní 2000. Fyrir átti Anton Máni Áróru Sól, f. 14. apríl 2008, og Nikulás Breka, f. 20. júlí 2011.

Helgi ólst upp í Breiðholti, lauk stúdentsprófi frá FB 1991 og BA í sögu frá HÍ 1985, tók kennararéttindi 1992 og lauk sveinsprófi sem stálvirkjasmiður frá Iðnskólanum 1994. Hann lauk MA í samtímasögu frá HÍ 1997 og námi fyrir stjórnendur í framhaldsskólum 2012.

Helgi vann sem stálvirkjasmiður í Stálsmiðjunni 1979 og til 1995 en hóf þá kennslu við MK og kenndi sögu til 2001. Auk þess kenndi hann við Borgarholtsskóla 1995-6 og Sumarskólann 1998-2001. Eftir það gegndi hann stöðu aðstoðarskólameistara MK, nema hvað hann var skólameistari veturinn 2004-2005 og haustið 2010.

Eftir Helga liggur bókin Birta, afl og ylur. Saga Rafmagnsveitna ríkisins í 50 ár 1947-1997, útg. 1997, greinin Halaveðrið og heimili í vanda (með Eiríki K. Björnssyni) í tímaritinu Sögnum, 5. árg. 1984, og Verkfallið 1955 í Sögnum, 7. árg. 1986, auk efnis úr skólastarfi MK. Hann sá um ritstjórn á ársskýrslu MK frá 2004 og gerð sjálfsmatsskýrslu MK frá 2010.

Helgi sat í stjórn Félags sögukennara 1998-2001, vann að ritun námskrár í málmiðngreinum í samstarfi við fræðsluráðið og sveinsprófsnefndir í málmiðngreinum og netagerð 2000-2001, var í stjórn þróunarsjóðs námsgagna 2008-2011 og í vinnuhópi velferðarvaktar fólks án atvinnu 2010-2014. Hann sat í stjórn FÍF frá 2012-2015 en hún vann á þeim tíma að sameiningu FÍF og SMÍ. Hann sat í stjórn Fjölsmiðjunnar frá 2017 og var 2018 í starfshópi Vinnumálastofnunar, félagsmálayfirvalda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, Virk og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og MK um "Ungt fólk á krossgötum", vinnu gegn nýgengi örorku meðal ungs fólks. Nú síðast var hann í starfshópi á vegum SMÍ 2018 um varnir gegn vá, þ.e. um verklagsáætlun vegna áfalla, stórslysa og náttúruhamfara fyrir framhaldsskóla, auk þess sem hann átti mestan þátt í því að koma á fót mikilvægu nýmæli og nýrri braut við MK, afreksíþróttasviðinu.

Útför Helga Kristjánssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 18. október 2019, kl. 11.

Hjarta mitt er brotið og likaminn lamaður af sorg. Fyrir rett rumri viku fekk eg simtal fra syni minum sem eg bjost aldrei við að fa. Helgi Jokull atti erfitt með að tala en naði að koma ut orðunum: Það kom eitthvað fyrir afa. Hann fekk illt i hofuðið. Hjartað mitt stoppaði.

Helgi Jokull, hetjan okkar, naði að gera allt rett. Hann hringdi a sjukrabil sem kom strax til hjalpar eftir að afi hans fann fyrir skyndilegum hofuðverk. Að þvi loknu hringdi hann i mommu sina og við Anton drifum okkur ut i bil og keyrðum til Reykjavikur ur Hvalfirði. Eg varð svo hrædd eftir að hafa talað við sjukraliða en reyndi að telja i mig kjark a leiðinni i bæinn. Reyndi að telja mer tru um að þetta gæti verið mjog slæmt migreniskast og vonaðist til að það hefði bara liðið yfir hann. Hann pabbi minn er einn sa hraustasti sem eg þekki, æfir fimleika, stundar sund, reykir ekki ne drekkur, þannig að það hlaut allt að vera i lagi. Eg hafði att mjog goða stund með honum kvoldið aður og einnig hitt hann fyrr um daginn. Þa var hann svo otrulega slakur og glaður með lifið. Hann hafði skutlað Helga Jokli i fimleika og þegar eg hringdi i hann sagðist hann vera að lesa bok fyrir utan Gerplu og svo ætlaði hann að stokkva i sund. Þeir feðgar attu siðan goðan dag saman, hittu ommu og afa i Tungubakka þar sem allir voru katir og lettir og attu siðar kosíkvold þar sem gamanþattur var settur a og mikið hlegið. Það var ekkert sem gaf til kynna að það væri eitthvað að.

Pabbi var kominn i arsleyfi og oll streita sem einkenndi vinnuna tilheyrði fortiðinni. Hann gjorsamlega blomstraði og við fjolskylda hans og vinir fundum svo vel fyrir þvi. Það var svo gaman að tala við hann og hann var svo spenntur fyrir framtiðinni og naminu sem hann var skraður i. Mest hlakkaði hann þo til að eignast annað afabarn sem er væntanlegt i april, afmælismanuðinum hans. Enda var hann svo mikill afi sem dyrkaði oll afabornin sin. Lifið lek við hann og framtiðin bjort.

Þegar við komum i bæinn naðum við i Helga Jokul sem beið a Bergstaðastrætinu með logregluþjoni sem passaði vel upp a hann og okum siðan beinustu leið i Fossvoginn upp a gjorgæslu. Okkur var bent a að biða i herbergi fyrir aðstandendur. Eg hringdi aftur i mommu sem þa var stodd erlendis og við reyndum að roa hvor aðra, það hlyti að verða i lagi með pabba. Skommu siðar komu svo til okkar tveir læknar og hjukrunarkona til að lata okkur vita af stoðu mala. Hjartað i mer stoppaði aftur þar sem eg skynjaði að það væru ekki goðar frettir a leiðinni. Heila- og taugaskurðlæknir utskyrði stuttlega: Pabbi þinn hefur fengið heilablæðingu sem er toluvert mikil. Þetta er blæðing sem hann mun þvi miður ekki lifa af. Eg hef ekki aður upplifað jafn mikinn sarsauka i lifinu. Þetta gat ekki verið rett, heimurinn gjorsamlega hrundi. Orð geta ekki lyst hve sar hjartasorgin er. Elsku pabbi var að fara að kveðja okkur. Maður sem var aðeins 58 ara gamall i gifurlega goðu jafnvægi og otrulega goðu formi. Maður sem atti i það minnsta 25 mjog goð ar eftir, þetta passaði bara ekki.

Siðastliðin vika hefur verið su erfiðasta sem við fjolskyldan hofum upplifað, en við fengum sem betur fer að vera hja pabba a meðan læknar biðu eftir að allar heilastoðvar slokknuðu. Það var mjog oraunverulegt að sja þennan filhrausta, solbruna og myndarlega mann liggja i sjukraruminu. Einhvern veginn alveg faranlegt að þessi hrausti maður myndi ekki vakna aftur. Það var huggun i þvi að vinir og fjolskylda gatu heimsott hann og fundið hans sterka hjarta sla, kysst hann og kvatt aður en honum tokst að bjarga að minnsta kosti sjö manns með liffæragjof. Pabbi var einn gjafmildasti maður sem eg veit um og er það vel i hans anda að hjalpa oðrum aður en hann fer yfir i Draumalandið.

Hinn 6. oktober vildu þeir nafnar endilega gista saman, eins og svo oft aður. Pabbi minn og sonur voru eins og feðgar og nutu þess að vera saman ollum stundum. Eg er þvi akaflega þakklat i dag að Helgi Jokull kom afa sinum til bjargar og þannig tokst þeim i sameiningu að bjarga fleiri mannslifum. Rett viðbrogð Helga Jokuls gafu allri fjolskyldunni tima til að koma til landsins til þess að kveðja pabba og knusa i nokkra daga en það hefur verið okkur ollum ometanlegt.

Eg elska þig svo oendanlega mikið pabbi minn og get ekki lýst þvi hve mikið við munum sakna þin en við munum taka þig með okkur inn i framtiðina og eg veit að þu munt fylgjast með okkur i hverju skrefi.

E.S. Eg mun gera mitt besta að halda barninu inni svo það nai að fæðast hinn 13. april 2020.

Eg elska þig. Þin dottir,

Bryndís.