Davíð Oddsson um Reykjavíkurflugvöll: Staðsetning flugvallarins bundin af aðalskipulagi SAMKVÆMT aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var til fimm Ára síðastliðið vor verður enginn breyting hvað varðar staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug í...

Davíð Oddsson um Reykjavíkurflugvöll: Staðsetning flugvallarins bundin af aðalskipulagi

SAMKVÆMT aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var til fimm Ára síðastliðið vor verður enginn breyting hvað varðar staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug í nÁnustu framtíð.

Davíð Oddson borgarstjÓri sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Á meðan ekki væri vilji til að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar yrði að bÚa við þær aðstæður sem nÚ væru til staðar.

"Það er engan veginn hlaupið að því að flytja flugvöll, og það gera menn ekki Á sama hÁtt og færa til skrifborð. Reyndar er það svo að aðflug yfir íbÚðabyggð er sÁralítið í Reykjavík, og miðað við hvernig þessum mÁlum er hÁttað víða erlendis þÁ fæ Ég ekki sÉð að hÉr sÉ meiri hætta Á ferðum en þar," sagði Davíð.

Flugslysið í gær er hið mannskæðasta sem orðið hefur Á Reykjavíkurflugvelli allt frÁ Árinu 1920, ef stríðsÁrin eru ekki meðtalin. Alls hafa sex dauðaslys orðið Á Reykjavíkurflugvelli frÁ Árinu 1920. Síðast fÓrst flugvÉl Á vellinum í febrÚar 1967. SÚ vÉl var í flugtaki í blindæfinga flugi. Tveir menn létust.

Morgunblaðið/KristjÁn Þ. JÓnsson

Reykjavíkurflugvöllur sést hér í sömu aðflugsstefnu og flugvélin sem fórst í gær. Myndin var tekin í gærkvöldi. Flak vélarinnar sést hægra megin á myndinni en vélin brotlenti á gömlu Njarðargötunni.