Andlát BJÖRN JÓNSSON BJÖRN Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), lést sunnudaginn 19. febrúar, 74 ára að aldri. Hann var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.

Andlát BJÖRN JÓNSSON

BJÖRN Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), lést sunnudaginn 19. febrúar, 74 ára að aldri. Hann var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.

Vegna veikinda móður sinnar var honum komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim.

Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla Íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitoba.

Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn: Jón, Randver Fitzgerald, Atla Brian og Álfheiði Sheilu, sem öll eru uppkomin og búa í Kanada. Björn átti dóttur, Geirlaugu, áður en hann fór utan.

Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarnfræði- og goðfræðirannsóknum og gaf nýlega út bók um þau efni "Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminningar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan. Í þeirri fyrri lýsir hann á sinn fjörlega hátt uppvaxtarárum og uppátækjum í Kanada en í þeirri síðari námsárum og læknisstörfum hér heima, lífi sínu og starfi í Kanada, baráttunni við Bakkus, svo og mörgum samferðamönnum þar vestra.

Björn Jónsson