Landakotsspítali: Veigamiklar breytingar - segir Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir um orðalagsbreytingarnar Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa gert orðalagsbreytingar á samkomulagi sínu um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda Landakotsspítala.

Landakotsspítali: Veigamiklar breytingar - segir Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir um orðalagsbreytingarnar Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa gert orðalagsbreytingar á samkomulagi sínu um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda Landakotsspítala. Sú breyting er helst, að sögn Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra, að eftirlits stjórnin, sem hafa átti umsjón með framkvæmd tillagna ráðherranna, hefur fengið nýtt heiti og kallast nú samstarfsnefnd. Fulltrúaráð Landakotsspítala fundaði um þessar breytingar í gær og að sögn Ólafs Arnar Arnarsonar, yfirlæknis spítalans, var almennt tekið jákvætt í þær. Segjast Landakotsmenn nú bjartsýnir á samkomulag í deilunni um rekstur spítalans, en endanlegt svar við tillögum ráðherranna munu þeir gefa á miðvikudag að loknum öðrum fulltrúaráðsfundi.

Breytingar hafa einnig verið gerðar á öðrum liðum samkomulagsins, en heilbrigðisráðherra segir þær minniháttar. Þar mun meðalannars vera um að ræða breytingu á lið um greiðslur til ráðgefandi sérfræðingar. Hvorki heilbrigðisráðherra né Landakotsmenn vildu tjá sig nánar um þessar breytingar að svo stöddu.

"Það er auðvitað allur annar og jákvæðari andi í því að tala um samstarfsnefnd undir forystu heilbrigðisráðuneytis en einhverja eftir litsstjórn," sagði Ólafur Örn. "Við teljum þetta veigamiklar breytingar og góðar líkur á samkomulagi."

"Landakotsmenn lögðu áherslu áað kalla þetta ekki eftirlitsstjórn og töldu það brot á stofnsamningi spítalans að setja nýja stjórn yfir hann," sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. "Við köllum þetta þess vegna samstarfsnefnd, enda hef ég alltaf lagt þann skilning í málið."