29. júní 1995 | Fólk í fréttum | 186 orð

Jesús Kristur í Borgarleikhúsinu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur setur upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í sumar. Líkt og í Sögu úr Vesturbænum, sem Þjóðleikhúsið setti upp í vetur, er eitt aðalhlutverkanna skipað tveimur leikurum. Það er hlutverk Júdasar, en því skipta þeir Stefán Hilmarsson og Þór Breiðfjörð á milli sín.
Jesús Kristur í Borgarleikhúsinu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur setur upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í sumar.

Líkt og í Sögu úr Vesturbænum, sem Þjóðleikhúsið setti upp í vetur, er eitt aðalhlutverkanna skipað tveimur leikurum. Það er hlutverk Júdasar, en því skipta þeir Stefán Hilmarsson og Þór Breiðfjörð á milli sín.

Í danshópnum eru meðal annarra tvær efnilegar dansmeyjar, þær Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir.

Sveinbjörg var að útskrifast frá hinum virta dansskóla Alvin Ailey á Manhattan, sem er þekktastur fyrir dansleikhús sitt, The Alvin Ailey Dance Theater. Áður hafði hún verið í tíu ár í Jassballettskóla Báru, eitt ár hjá Þjóðleikhúsinu og þrjú ár hjá Dansstúdíói Sóleyjar.

Hrefna er í leiklistarnámi í Flórída, við Háskóla Vestur- Flórída. Hún er um það bil hálfnuð með nám sitt, sem tekur þrjú og hálft til fjögur ár. Hún hefur tekið þátt í alls kyns uppfærslum á vegum leikhúss skólans, en erfitt er að fá hlutverk í þeim, þar sem prufur eru opnar fyrir hvern sem er. Jesus Christ Superstar verður frumsýndur þann 14. júlí næstkomandi.

Morgunblaðið/Golli SVEINBJöRG Þórhallsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir sína listir sínar.

ÞEIR leika hlutverk Júdasar: Stefán Hilmarsson og Þór Breiðfjörð.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.